menningar— og félagsheimili

Back to All Events

Dance Show

Miðaverð: 2000 kr / 1500 fyrir nema (Aur / reiðufé)
Pantanir: katrin.gunnars@gmail.com

Hver er birtingarmynd karlmannslíkamans í samfélaginu? 

Macho Man straujar skikkjuna, pússar íþróttaskóna og leggur af stað í sýningarferðalag um Austurland. 

Í dansverkinu „Macho man“ stígur Saga Sigurðardóttir á svið og galdrar fram tvíræðan heim þar sem karlmannlegar hreyfingar eru nýttar til þess að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynsturs sem við kennum við karlmennsku. 

Pungsveitt veröld mexíkóskrar glímu, rokkstjarna og líkamsræktarkappa í nýju og metnaðarfullu verki Katrínar Gunnarsdóttur danshöfundar

Macho Man var frumsýnd á sameiginlegri hátíð Reykjavík Dance Festival & Lókal árið 2015 við frábærar undirtektir og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV ásamt því að hljóta tvær tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna. 

Hér má sjá stiklu úr verkinu: https://vimeo.com/135248492 

-------------------
Höfundur: Katrín Gunnarsdóttir / Flytjandi: Saga Sigurðardóttir / Ljósahönnum og tæknilegur stuðningur: Juliette Louste / Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir / Stutt af Hlaðvarpanum og Dansverkstæðinu / Þakkir: Baldvin Þór Magnùsson, Benjamín Náttmörður Árnason, Eva Berger og Randy Savage.

www.katringunnarsdottir.com 
Instagram: @katringunnarsdottirco

Lengd: 35 mín +Umræður eftir sýningu
Sýningarferðalag um Austurland er stutt af Fjarðabyggð, Fljótdalshéraði og samfélagssjóði Alcoa.

Earlier Event: October 26
Sewing Club
Later Event: November 2
Sewing Club